30.7.2008 | 10:49
Ljóð
Hárin grána á höfði mér
harðnar lífsins róður
ellin sækja að mér fer
andans fölnar gróður.
Sólin skín á sundin blá
svanir ljóða á tjörnum
yndi vekur óður sá
öllum jarðar börnum.
Ilm úr suðri blærinn ber
byggðir yfir Eyjafjarðar
vorið bjarta á vængjum fer
vekur líf úr skauti jarðar.
Höfundur er Jói afi minn. Ég sá þetta ljóð áðan í dóti og datt í hug að það mydi síður tínast í tölvunni minni. Kveð að sinni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 19.8.2008 kl. 21:09 | Facebook
Um bloggið
Jóhannes Jakobsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæ Jói minn, gaman að þú skyldir setja þetta ljóð eftir afa þinn og nafna á síðuna. Hlakka til að sjá ykkur á "Hittingshelgi" Gilsbakkaranna, verst að Jakob junior missir af henni, en það er kannske ennþá skemmtilegra í Danmörk hjá morfar og mormor. Vel á minnst hvar á landinu eru þið stödd. Ég fæ annarslagið fréttir af ykkur í Reykjavík , í Vík, á leið á Hvammstanga, að vinna á tjaldstæði, og á leið í sumarbústað á suðurlandi. Maður sem sagt veit aldrei hvar þið eruð niðurkomin!!!! En hvar sem þið eruð þá hafið það gott. Kveðja mútta gamla.
mútta gamla (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.